VAKA-HELGAFELL gekkst fyrir bókmenntakvöldi í Leikhúskjallaranum síðastliðinn þriðjudag, þar sem lesið var úr nýjum bókum. Meðal upplesara var Davíð Oddsson forsætisráðherra, sem las úr bók sinni Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar.
Davíð

les upp

VAKA-HELGAFELL gekkst fyrir bókmenntakvöldi í Leikhúskjallaranum síðastliðinn þriðjudag, þar sem lesið var úr nýjum bókum. Meðal upplesara var Davíð Oddsson forsætisráðherra, sem las úr bók sinni Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar. Bókin vermdi annað sætið í flokki skáldverka á bóksölulistanum sem Félagsvísindastofnun vinnur fyrir Morgunblaðið og birtur var í blaðinu síðastliðinn laugardag. Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar er fyrsta bók höfundar.

Morgunblaðið/Árni Sæberg