KAFFITÁR hefur opnað nýja kaffiverslun-expressóbar í Bankastræti 8, Reykjavík. Þar eru á boðstólum margs konar kaffidrykkir, rúnnstykki, tertur og volgar beyglur með rjómaostum. Þá er hægt að fá heitt kaffi með sér í lokuðum einangrunarmálum. Reyklaust kaffihús Kaffitár er reyklaus veitingastaður sem er opinn frá klukkan 7.

Kaffitár í Bankastrætið

KAFFITÁR hefur opnað nýja kaffiverslun-expressóbar í Bankastræti 8, Reykjavík. Þar eru á boðstólum margs konar kaffidrykkir, rúnnstykki, tertur og volgar beyglur með rjómaostum. Þá er hægt að fá heitt kaffi með sér í lokuðum einangrunarmálum.

Reyklaust kaffihús

Kaffitár er reyklaus veitingastaður sem er opinn frá klukkan 7.30 á morgnana alla daga nema sunnudaga en þá er opnað klukkan 9.

Að sögn Aðalheiðar Héðinsdóttur framkvæmdastjóra Kaffitárs er Kaffitár einnig verslun. Í boði eru um tuttugu tegundir af kaffi sem er hægt að fá blandað og malað eftir eigin óskum. Einnig eru í boði yfir tuttugu tegundir af tei, kaffikönnur, bollar, hitakönnur og ýmis gjafavara. Sérstakar gjafakörfur eru einnig fáanlegar.

AÐALHEIÐUR Héðinsdóttir og Sonja Grant hjá Kaffitári

Morgunblaðið/Júlíus