Borgarnesi-Föstudagar eru "heitir dagar" í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Þá er innilaugin hituð og vatnsleikfimi og ungbarnasund stundað af kappi. Síðasti tíminn hjá litla fólkinu var síðastliðinn föstudag. Börnin komu víða að; úr Borgarnesi, frá Hvanneyri, af Hvítársíðunni og Akranesi. Sá sem kemur lengst að er úr Búðardal.
ðForeldrarnir
óku 1.600 km í ungbarnasund
Borgarnesi - Föstudagar eru "heitir dagar" í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Þá er innilaugin hituð og vatnsleikfimi og ungbarnasund stundað af kappi. Síðasti tíminn hjá litla fólkinu var síðastliðinn föstudag. Börnin komu víða að; úr Borgarnesi, frá Hvanneyri, af Hvítársíðunni og Akranesi.
Sá sem kemur lengst að er úr Búðardal. Þurfti fjölskyldan að aka 160 km í hvert sinn sem farið er í ungbarnasund. Samtals þurftu þau að aka 1.600 km til að mæta á námskeiðið í Borgarnesi.
Síðasti tíminn endaði með "litlu jólunum". Var það ósvikin ánægja og undrun sem skein úr litlu andlitunum, en flest börnin munu innan skamms lifa sín fyrstu jól.
Morgunblaðið/Ingimundur LITLU jólin í ungbarnasundi í Borgarnesi.