Framleiðandi: Richard Pepin og Joseph Merin. Leikstjóri: Joseph Merin. Handritshöfundar: Joseph Hart og Dayton Callie. Kvikmyndataka: Ken Blakey. Tónlist: John Sponsler. Aðalhlutverk: Michael Madsen, Angie Everhart, Keith David og Roy Scheider. 92 mín. Bandaríkin. PM Entertainment Group Inc./Skífan. Útgáfud.: 26. nóv. Myndin er bönnuð innan 16 ára.
Bílaklessur og sósukekkir Skotmark í ham (Executive Target) Spennumynd Framleiðandi: Richard Pepin og Joseph Merin. Leikstjóri: Joseph Merin. Handritshöfundar: Joseph Hart og Dayton Callie. Kvikmyndataka: Ken Blakey. Tónlist: John Sponsler. Aðalhlutverk: Michael Madsen, Angie Everhart, Keith David og Roy Scheider. 92 mín. Bandaríkin. PM Entertainment Group Inc./Skífan. Útgáfud.: 26. nóv. Myndin er bönnuð innan 16 ára. ÁHÆTTULEIKARANUM Nick James er rænt af brjálæðingum sem vilja að hann aki flóttabíl við bankarán eða kona hans lætur lífið. Hann á því um fátt að velja, en kemst ekki svo auðveldlega frá málum. Þetta er mjög léleg mynd nema fyrir þá sem hafa gaman af klessubílaatriðum því það er það eina sem vel er gert í þessari mynd. Leikurinn er afar lélegur, og þar slá konurnar öll met, en í hlutverk þeirra var greinilega valið eftir útliti en ekki hæfileikum. Leitt er að sjá svo fína leikara (eða þannig, þeir láta vel að stjórn og hafa orðstír að vernda) eins og Michael Madsen og Roy Scheider láta gera lítið úr sér. Það er óskiljanlegt hvað þeir hafa mögulega getað séð við þetta handrit sem er einstaklega ófrumlegt og illa skrifað. Ofan á allt gerir smekkleysan vart við sig í hörmulegri tónlist, sem liggur yfir öllu eins og fjórar kúffullar ausur af of þykkri mötuneytissósu sem mann langar til að skafa burt til að geta notið þess sem undir er (sem reynist svo ekkert vera). Hildur Loftsdóttir