Grundarfirði-Hinn 25. nóvember sl. varð útibú Búnaðarbanka Íslands í Grundarfirði 15 ára. Í tilefni afmælisins var íbúum Grundarfjarðar boðið upp á kaffi og meðlæti í afgreiðslu útibúsins föstudaginn 21. nóv. sl. Þennan sama dag hófst mikið æskulínuátak, "Herkúlesarátak".
15 ára afmæli útibús Búnaðarbankans

Grundarfirði - Hinn 25. nóvember sl. varð útibú Búnaðarbanka Íslands í Grundarfirði 15 ára. Í tilefni afmælisins var íbúum Grundarfjarðar boðið upp á kaffi og meðlæti í afgreiðslu útibúsins föstudaginn 21. nóv. sl. Þennan sama dag hófst mikið æskulínuátak, "Herkúlesarátak".

Ýmsar uppákomur voru, nemendur Tónlistarskólans komu ásamt skólastjóra og spiluðu fyrir gesti og gangandi og fyrrverandi og núverandi starfsmenn bankans sungu lag fyrir afmælisbarnið.

Fjöldi fólks heimsótti bankann og voru börn í meirihluta þar sem allir vildu eignast Herkúlesarbrúsa ásamt litabók, en þau börn sem eru í æskulínunni gátu komið og lagt inn á reikning sinn og fengið brúsa og litabók í verðlaun.

Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson FYRRVERANDI og núverandi starfsmenn bankans tóku lagið.