Næstkomandi fimmtudag verður haldið jólakonfekt og eru veglegir konfektkassar í verðlaun fyrir 10 efstu einstaklingana. Dregið verður saman í pör og eru allir hvattir til að mæta. Spilað er í Tryggvaskála og hefst spilamennska kl. 19.30. Því næst verður tekið jólafrí til 8. janúar 1988 og verður þá spilaður eins kvölds tvímenningur.
BRIDS

Umsjón Arnór G. Ragnarsson Guðjón og Hermann unnu aðaltvímenninginn á Selfossi

Fimmtudaginn 11. desember lauk fimm kvölda aðaltvímenningi félagsins. 10 pör mættu til leiks og urðu úrslit þessi:

Guðjón Bragason ­ Hermann Friðriksson 227 Björn Snorrason ­ Guðjón Einarsson 213 Auðunn Hermannsson ­ Brynjólfur Gestsson 196 Næstkomandi fimmtudag verður haldið jólakonfekt og eru veglegir konfektkassar í verðlaun fyrir 10 efstu einstaklingana. Dregið verður saman í pör og eru allir hvattir til að mæta. Spilað er í Tryggvaskála og hefst spilamennska kl. 19.30.

Því næst verður tekið jólafrí til 8. janúar 1988 og verður þá spilaður eins kvölds tvímenningur. Spilað verður að venju í Tryggvaskála og hefst spilamennska kl. 19.30.

Bridsfélag Hafnarfjarðar

Mánudaginn 15. desember var sérstakt jólakvöld hjá félaginu. Þá var spiluð hraðsveitakeppni, þar sem spilarar voru dregnir saman í pör og sveitir. Spilað var á 6 borðum, alls 30 spil.

Öruggur sigurvegari varð sveit, sem skipuð var Gísla Hafliðasyni, Sverri Jónssyni, Birni Höskuldssyni og Þorsteini Kristmundssyni, með 655 stig. Þeir sveitarfélagar hlutu að launum eitthvað gott til að hafa með jólasteikinni, svo sem vandi er til hjá félaginu.

Annað sæti skipti um eigendur í síðasta spilinu, en þá skoraði sveit, sem skipuð var Atla Hjartarsyni, Guðlaugi Ellertssyni, Halldór Einarssyni og Ólafi Ingimundarsyni, 13 imp. Í þriðja sæti varð svo sveit skipuð Friðjófi Einarssyni, Erlu Sigurjónsdóttur, Hauki Árnasyni og Jóni Gíslasyni.

Spilamennska hefst að nýju eftir áramótin, hinn 5. janúar, og lýkur þá aðalsveitakeppni félagsins.