Safnfréttir, 105,7
Safnfréttir, 105,7 n " Skemmtanir RÚSSIBANAR verða með útgáfutónleika í Þjóðleikhúskjallaranum fimmtudagskvöld. Húsið verður opnað kl. 21.30 og
hefst leikur hljómsveitarinnar kl. 23. Á undan leik Rússibana munu nokkrir valinkunnir rithöfundar og listamenn hefja upp raust sína. Þeir eru Einar Már Guðmundsson, Gyrðir Elíasson og Úlfur Skemmtanir en einnig verður flutt brot úr gamanóperu (Opera Buffa) eftir Gaut Gunnlauggsson og Gunnar Kristmannsson. Tónlist Rússibana er ættuð frá Balkanlöndunum og einnig er leikin jiddísk tónlist og suður-amerísk.ANDHÉRI heldur útgáfutónleika fimmtudagskvöld í tilefni af fyrstu útgáfu breiðskífu hljómsveitarinnar. Tónleikarnir verða í Rósenbergkjallaranum og húsið verður opnað kl. 21. Aldurstakmark er 18 ár. Miðaverð 500 kr.
CAFÉ AMSTERDAM Á fimmtudagskvöld leikur dúettinn Staff. Á föstudags- og laugardagskvöld leikur hljómsveitin Papar og segir í tilkynningu að lofað sé miklu fjöri.
KAFFI REYKJAVÍK Á fimmtudagskvöld leikur Dúettinn. Á föstudags- og laugardagskvöld leika Karma og Ruth Reginalds og Birgir Birgisson leika sunnudags- og mánudagskvöld. Á Þorláksmessu leikur hljómsveitin 8-villt.
INGÓLFSCAFÉ Á föstudagskvöld leikur hljómsveitin Casino á efri hæðinni. D.J. Tommi verður niðri. Á laugardagskvöld kemur, beint frá London, D.J. Club Renaissance.
KRINGLUKRÁIN Hljómsveitin Í hvítum sokkum leikur fimmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld frá kl. 22. Í Leikstofunni föstudags- og laugardagskvöld leikur trúbadorinn Rúnar Guðmundsson.
FEITI DVERGURINN Hinn góðkunni tónlistarmaður Einar Jónsson leikur föstudags- og laugardagskvöld.
HÓTEL ÍSLAND Á laugardagskvöld verður Háskóli Íslands með jóladansleik. Sálin hans Jóns míns sér um fjörið frá kl. 223.
NAUSTKJALLARINN er opinn föstudags- og laugardagskvöld. Lifandi tónlist bæði kvöldin. Dúettinn KOS skemmtir föstudags- og laugardagskvöld. Opið til kl. 3 bæði kvöldin.
REYKJAVÍKURSTOFAN við Vesturgötu er opin föstudag og laugardag til kl. 3.
NAUSTIÐ er opið fimmtudags- og sunnudagskvöld til kl. 1. Föstudag og laugardag til kl. 3. Eldhúsið opnað kl. 19. Marion Herrera frá Frakklandi leikur matartónlist á hörpu. Munið jólahlaðborð Naustsins í desember.
HÓTEL SAGA Fimmtudags- og sunnudagskvöld er Mímisbar opinn frá kl. 191. Föstudags- og laugardagskvöld opið frá kl. 193. André Bachmann og Gleðigjafarnir leika fyrir gesti perlur áranna '50'58.
CAFÉ ROMANCE Ástralski píanóleikarinn Glen Valentine leikur þriðjudags- til sunnudagskvölds frá kl. 22 fyrir gesti veitingahússins til 22. desember en þá taka þeir Richard Scobie og Birgir Tryggvason við og leika út desember.
GRAND HÓTEL v/Sigtún Gunnar Páll leikur og syngur fyrir matargesti í jólahlaðborði föstudag, laugardag og sunndag frá kl. 1923. Föstudag og laugardag skemmtir Ríó tríó gestum og hljómsveit Jakobs Jónssonar leikur fyrir dansi.
SKÍTAMÓRALL leikur föstudagskvöld á Langasandi, Akranesi og laugardagskvöld í Inghóli, Selfossi. 18 ára aldurstakmark bæði kvöldin.
DUBLINER Hljómsveitin Blues Express leikur fimmtudagskvöld og föstudags- og laugardagskvöld taka Hálfköflóttir við.
BOÐINN STÖÐVARFIRÐI Tónlistarmaðurinn Garðar Harðar frá Stöðvarfirði heldur tónleika á Þorláksmessukvöld. Á efnisskránni er frumsamin tónlist Garðars í aldarfjórðung sungin og leikin en hann hefur verið starfandi tónlistarmaður á Austurlandi á þessum tíma og er einkum þekktur fyrir blústónlist en einnig hefur komið út eftir hann tónlist með ýmsum flytjendum.
GOS verður með jóladansleik í Grundaskóla, Akranesi, fimmtudagskvöld og mun jafnframt leika undir í látúnsbarkakeppni grunnskólanna á Akranesi.
KAFFI AUSTURSTRÆTI Trúbadorinn James Clifton leikur rólega kráartónlist fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöld frá kl. 2024. Tilboð í gangi.
SIR OLIVER Á föstudagskvöld leika gömlu brýnin þeir Svendsen og Hallfunkel.
GULLÖLDIN Á föstudags- og laugardagskvöld leikur Grétar Guðmundsson fyrir dansi.
GAUKUR Á STÖNG Á fimmtudagskvöld leikur hljómsveitin Loðin rotta og verður hún skipuð Richard Scobie, Sigurði Gröndal, Jóhanni Ásmundssyni, Ingólfi Guðjónssyni og Halla Gulla. Á föstudagskvöld leikur hljómsveitin Dead Sea Apple og á laugardagskvöld leikur hljómsveitin Hunang ásamt Herberti Guðmundssyni. Á sunnudags- og mánudagskvöld verður frumflutt á Gauknum söngskemmtunin Lúkkalækjarbræður og verður skemmtunin í höndum Sniglabandsins. Á þriðjudagskvöld, Þorláksmessu, leikur írsk-ættaða hljómsveitin Papar.
SÓLDÖGG heldur til Vestmannaeyja um helgina og leikur á Höfðanum. Föstudagskvöld verður skólaball en almennur dansleikur laugardagskvöld.
HITT HÚSIÐ Hljómsveitin Andhéri leikur á síðdegistónleikum sem haldnir eru á föstudag kl. 17 á Kakóbarnum Geysi. Aðgangur er ókeypis.
SIXTIES leikur á Hlöðufelli, Húsavík, laugardagskvöld.
DUBLINER Á fimmtudagskvöld leikur Spunni BB, föstudagskvöld leikur Sangria og á laugardagskvöld leikur Bjarni Tryggva. Hálf köflóttir leika síðan sunnudagskvöld.
TILKYNNINGAR í skemmtanarammann þurfa að berast í síðasta lagi á þriðjudögum. Skila skal tilkynningum til Kolbrúnar í bréfsíma 569 1181 eða á netfang frett þ mbl.is.
RÚSSIBANAR halda útgáfutónleika í Þjóðleikhúskjallaranum á fimmtudagskvöld.
ANDHÉRI heldur útgáfutónleika í Rósenbergkjallaranum fimmtudagskvöld og leikur á Síðdegistónleikum Hins Hússins föstudag.
PAPAR leika á Café Amsterdam föstudags- og laugardagskvöld.