TÖLVUMYNDIR hafa keypt 50% hlut og Tryggingamiðstöðin 15% hlut í hugbúnaðarfyrirtækinu Forritun ehf. Eigendur Forritunar hafa verið Páll Ólafsson og Ágúst Þorgeirsson og munu þeir áfram eiga 30% hlut í fyrirtækinu, en Gunnar Ingi Gunnarsson starfsmaður Forritunar á 5%, að því er segir í frétt frá fyrirtækjunum.
ÐTölvuMyndir
kaupa 50% hlut í Forritun TÖLVUMYNDIR hafa keypt 50% hlut og Tryggingamiðstöðin 15% hlut í hugbúnaðarfyrirtækinu Forritun ehf. Eigendur Forritunar hafa verið Páll Ólafsson og Ágúst Þorgeirsson og munu þeir áfram eiga 30% hlut í fyrirtækinu, en Gunnar Ingi Gunnarsson starfsmaður Forritunar á 5%, að því er segir í frétt frá fyrirtækjunum.
Forritun hefur sérhæft sig í þróun hugbúnaðar og rekstri á AS-400 tölvukerfum, sérstaklega á fjárhags- og innheimtukerfum. Meðal stærri viðskiptavina félagsins eru Tryggingamiðstöðin hf., Hitaveita Reykjavíkur, Orkubú Vestfjarða og Hitaveita Suðurnesja. Fastráðnir starfsmenn fyrirtækisins eru sjö og er gert ráð fyrir að þeir muni áfram starfa hjá félaginu. Framkvæmdastjóri Forritunar er Páll Ólafsson.
Náið samstarf fyrirhugað
Fyrirhugað er að TölvuMyndir og Forritun taki upp náið samstarf varðandi þróun hugbúnaðar og rekstur tölvukerfa.
TölvuMyndir eru eitt af stærri hugbúnaðarfyrirtækjum landsins, með um 50 starfsmenn. Aðalverkefni fyrirtækisins hafa m.a. verið sala á Navision Financials viðskiptahugbúnaði og þróun ýmissa sérhæfðra tölvukerfa fyrir einkafyrirtæki og opinberar stofnanir. Meðal stærri viðskiptavina fyrirtækisins eru Íslenskar sjávarafurðir, Grandi og fjölmörg önnur sjávarútvegsfyrirtæki, nokkur verðbréfafyrirtæki, Verðbréfaþing Íslands, Eimskip, dóms- og fjármálaráðuneytið og Miðlun. Auk þess hafa TölvuMyndir smíðað ýmis forrit og hugbúnaðarkerfi eins og Fold, reikniforrit verðbréfa; Þingbók, upplýsingakerfi fyrir fjármálamarkaðinn; Stétt, stéttarfélagskerfi og Sjávarútvegs- og sveitarfélagakerfi fyrir Navison Financials svo dæmi séu tekin. Framkvæmdastjóri TölvuMynda er Friðrik Sigurðsson.
Stefnt er að nánu samstarfi TölvuMynda og Forritunar, bæði á sviði þróunar hugbúnaðarkerfa og rekstrar tölvukerfa. Fyrirtækin munu nú sameiginlega geta boðið upp á mun meiri breidd í þjónustu og tækniframboði.
ÞORKELL Sigurlaugsson stjórnarformaður Tölvumynda, Friðrik Sigurðsson framkvstjóri Tölvumynda, Páll Ólafssonm, framkvæmdastjóri Forritunar, og Ágúst Þorgeirsson, Forritun.