NÝLEGA var hársnyrtistofan Pílus opnuð aftur eftir flutning í verslunarmiðstöðina Kjarna í Mosfellsbæ. Hjónin Ingibjörg Jónsdóttir og Ragnar Aðalsteinsson hafa átt hársnyrtistofuna í 13 ár en Ingibjörg hefur starfað þar óslitið síðan 1981 fyrst sem nemi síðan sveinn. Anna Pála Pálsdóttir arkitekt hannaði stofuna, lýsing var í höndum Helga Kr.

Hársnyrtistofan Pílus

á nýjum stað

NÝLEGA var hársnyrtistofan Pílus opnuð aftur eftir flutning í verslunarmiðstöðina Kjarna í Mosfellsbæ.

Hjónin Ingibjörg Jónsdóttir og Ragnar Aðalsteinsson hafa átt hársnyrtistofuna í 13 ár en Ingibjörg hefur starfað þar óslitið síðan 1981 fyrst sem nemi síðan sveinn.

Anna Pála Pálsdóttir arkitekt hannaði stofuna, lýsing var í höndum Helga Kr. Eiríkssonar hjá Lúmex og starfsmenn Álftáróss unnu smíðavinnu.

Auk Ingibjargar starfa hjá Pílusi þau Erna Eyjólfsdóttir, hárgreiðslumeistari, Sesselja Guðmunsdóttir, hárgreiðslumeistari, Hrefna Þorsteinsdóttir, hárgreiðslumeistari, Unnur Sæmunsdóttir, hárgreiðslumeistari, Lilja Bergmann, hárgreiðslusveinn, Sigurborg Magnúsdóttir, nemi, Bogi Eggertsson, nemi og Elfa Kristjánsdóttir, nemi.

STARFSFÓLK Hársnyrtistofunnar Pílusar.