Á 95. afmælisári Halldórs Laxness hefur verið efnt til margvíslegrar umfjöllunar um skáldið og verk hans á vegum Vöku-Helgafells og Laxnessklúbbsins. Þar á meðal er röð fyrirlestra í Norræna húsinu. Erindi verður flutt fimmtudaginn 18. desember kl. 17.15. Það mun dr. Vésteinn Ólason prófessor flytja og nefnir hann: Gerpla sem Íslendingasaga.
Áttundi fyrirlestur "Laxnessársins"

Gerpla sem Íslendingasaga

Á 95. afmælisári Halldórs Laxness hefur verið efnt til margvíslegrar umfjöllunar um skáldið og verk hans á vegum Vöku-Helgafells og Laxnessklúbbsins. Þar á meðal er röð fyrirlestra í Norræna húsinu. Erindi verður flutt fimmtudaginn 18. desember kl. 17.15. Það mun dr. Vésteinn Ólason prófessor flytja og nefnir hann: Gerpla sem Íslendingasaga.

Vésteinn Ólason hefur birt ýmsar greinar um verk Halldórs Laxness enda þótt sérsvið hans sé íslenskar miðaldabókmenntir. Í fyrirlestri sínum má því segja að Vésteinn sameini þetta tvennt með því að fjalla um Gerplu Halldórs Laxness sem Íslendingasögu.

Vésteinn hefur verið kennari við Háskóla Íslands með hléum frá 1972, fyrst sem lektor í almennri bókmenntasögu en er þar nú prófessor í íslenskum bókmentum.

Aðgangur er ókeypis.

Vésteinn Ólason