dagbok nr. 62,7-------
dagbok nr. 62,7 ------- " --------------- Í dag er fimmtudagur 18. desember, 352. dagur ársins 1997. Orð dagsins: En sá sem iðkar sannleikann kemur til ljóssins, svo augljóst verði, að verk hans eru í Guði gjörð."

(Jóhannes 3, 21.)

Skipin

Reykjavíkurhöfn: Goðafoss, Arnarfell og Ásbjörn komu í gær. Reykjafoss og Freri fóru í gær. Stapafell, Lagarfoss, Kyndill og Siglir voru væntanleg í gær.

Hafnarfjarðarhöfn: Trinket kom í gær. Arctic Viking fór í gær.

Fréttir

Bókatíðindi 1997. Númer fimmtudagsins 18. des. er 12476.

Ný Dögun, Sigtúni 7. Símatími er á fimmtudögum kl. 18­20 í s. 557 4811 og má lesa skilaboð inn á símsvara utan símatíma. Símsvörun er í höndum fólks sem reynslu hefur af missi ástvina.

Fél. frímerkjasafnara. Opið hús alla laugardaga kl. 13.30­17 nema fyrir stórhátíðir. Þar geta menn fræðst um frímerki og söfnun þeirra. Eins liggja þar frammi helstu verðlistar og handbækur um frímerki.

Ráðgjöf fyrir aldraða, viðtalstímar. Hinn 29. desember munu þær Margrét Thoroddsen, Margrét H. Sigurðardóttir og Ásta R. Jóhannesdóttir alþingismaður veita lífeyrisþegum ráðgjöf í húsakynnum Félags eldri borgara í Risinu á Hverfisgötu 105 í Reykjavík. Þess má geta að þær eru allar fyrrverandi deildarstjórar félagsmála- og upplýsingadeildar Tryggingastofnunar ríkisins. Nauðsynlegt er að panta tíma á skrifstofu félagsins í síma 552 8812.

Mannamót

Árskógar 4. Leikfimi kl. 10.15, handavinna og smíðar kl. 13­16.30. Félag eldri borgara , Garðabæ. Boccia í íþróttahúsinu Ásgarði alla fimmtudaga kl. 10. Leiðbeinandi á staðnun.

Furugerði 1. Á morgun kl. 14 verður guðsþjónusta, prestur sr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir. Kaffiveitingar eftir messu.

Gerðuberg, félagsstarf. Jólahelgistund í dag kl. 14. Hugvekju flytur sr. Ragnar Fjalar Lárusson, tvísöngur Metta Helgadóttir og Ragnheiður Guðmundsdóttir. Nemendur úr Tónlistarskóla Garðarbæjar koma fram. Umsjón sr. Hreinn Hjartarson og Guðlaug Ragnarsdóttir. Veitingar í kaffiteríu.

Hraunbær 105. Kl. 9­16.30 bútasaumur, kl. 9.30­10.30 boccia, kl. 12­13 hádegismatur, kl. 14­16 félagsvist. Verðlaun og veitingar.

Hvassaleiti 56­58. Kl. 9 böðun, fótaaðgerðir, hárgreiðsla og fjölbr. handavinna, kl. 10 boccia, kl. 14 félagsvist.

Langahlíð 3. "Opið hús". Spilað alla föstudaga kl. 13­17. Kaffiveitingar.

Norðurbrún 1. Kl. 9­16.45 útskurður, kl. 10.30 danskennsla, Sigvaldi, kl. 13 frjáls spilamennska, kl. 14.30 kaffi.

Vesturgata 7. Kl. 9 kaffi, böðun, fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.30 alm. handavinna, kl. 11.45 matur, kl. 13 leikfimi og kóræfing, kl. 14.40 kaffi.

Á morgun kl. 10.30 er fyrirbænastund í umsjón sr. Hjalta Guðmundssonar. Ath. breyttur dagur á fyrirbænastund.

Vitatorg. Kl. 9 kaffi og smiðjan, kl. 9.30 stund með Þórdísi, kl. 10 glerlist, kl. 11 gönguferð, kl. 12 handmennt, kl. 13 frjálst brids, kl. 13.30 bókband, kl. 14 leikfimi, kl. 15 kaffi, kl. 15.30 boccia.

Á morgun verður jólabingó kl. 14. Suðræna svingsveitin úr Tónlistarskóla Garðabæjar kemur í heimsókn og spilar frá kl. 15.30.

Þorrasel, Þorragötu 3. Bridstvímenningur hjá Bridsdeild FEB kl. 13. Jólagleðin er á morgun kl. 14. Allir velkomnir.

Kristniboðsfélag Kvenna, Háaleitisbraut 58­60. Jólafundurinn er í dag kl. 16, og byrjar á veitingum.