Í HORNAFIRÐI er starfræktur leiklistarhópurinn Lopinn sem er fyrir 13­18 ára unglinga og á þessu ári setti hann upp sitt 5 leikverk. Verkið sem var sett upp nú hét Grenið, vegaverslun og samdi Magnús Magnússon verkið og leikstýrði hópnum eins og undanfarin ár.
Lopinn 5 ára Hornafirði. Morgunblaðið.

Í HORNAFIRÐI er starfræktur leiklistarhópurinn Lopinn sem er fyrir 13­18 ára unglinga og á þessu ári setti hann upp sitt 5 leikverk. Verkið sem var sett upp nú hét Grenið, vegaverslun og samdi Magnús Magnússon verkið og leikstýrði hópnum eins og undanfarin ár.

Í sýninginni voru 55 leikarar og var alveg frábært að sjá hvernig leikstjórinn kom þessu öllu heim og saman án þess að ofgera hlutunum. Verkið sýndi einn sólarhring frá eigendum verslunarinnar Grenisins og var allur leikur framúrskarandi og sagði Magnús að stór hópur af leikurunum væri búinn að vera í leikhópnum frá upphafi og þeir því orðnir nokkuð sjóaðir leikendur.

Magnús fær mikið lof og allur hópurinn fyrir framúrskarandi uppfærslu og vonandi á þessi starfsemi eftir að lifa lengi enn. Morgunblaðið/Sigrún Sveinbjörnsdóttir LEIKARAR í leikhópnum Lopanum.