BJÖRN Einarsson hefur verið ráðinn forstöðumaður flugsviðs hjáBM flutningumog framkvæmdastjóri Air Expressá Íslandi. Björn útskrifaðistúr stjórnmálafræðifrá Háskóla Íslands árið 1995 ogstarfaði hjá DHLHraðflutningum hf.
Fólk Ráðinn til BM
Flutninga Air ExpressBJÖRN Einarsson hefur verið ráðinn forstöðumaður flugsviðs hjá BM flutningum og framkvæmdastjóri Air Express á Íslandi.
Björn útskrifaðist úr stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 1995 og starfaði hjá DHL Hraðflutningum hf . frá árinu 1994 til ársins 1996 en var þá ráðinn til starfa hjá Samskipum .
Björn er kvæntur Sigríði Þormar og eiga þau saman einn son.
BM Flutningar eru dótturfyrirtæki Samskipa og starfrækir alhliða flutningamiðlun. Flutningsmiðlunarfyrirtækið Air Express á Íslandi er dótturfélag Samskipa, rekið í nánu samstarfi við BM Flutninga.