BJÖRN Einarsson hefur verið ráðinn forstöðumaður flugsviðs hjáBM flutningumog framkvæmdastjóri Air Expressá Íslandi. Björn útskrifaðistúr stjórnmálafræðifrá Háskóla Íslands árið 1995 ogstarfaði hjá DHLHraðflutningum hf.
Fólk Ráðinn til BM Flutninga ­ Air Express

BJÖRN Einarsson hefur verið ráðinn forstöðumaður flugsviðs hjá BM flutningum og framkvæmdastjóri Air Express á Íslandi.

Björn útskrifaðist úr stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 1995 og starfaði hjá DHL Hraðflutningum hf . frá árinu 1994 til ársins 1996 en var þá ráðinn til starfa hjá Samskipum .

Björn er kvæntur Sigríði Þormar og eiga þau saman einn son.

BM Flutningar eru dótturfyrirtæki Samskipa og starfrækir alhliða flutningamiðlun. Flutningsmiðlunarfyrirtækið Air Express á Íslandi er dótturfélag Samskipa, rekið í nánu samstarfi við BM Flutninga.