HVÍTVOÐUNGAR og Hvítamyrkur eru eftir Ingimar Erlend Sigurðsson, en nærri áratugur er liðinn frá útkomu bókar eftir hann; önnur þessara bóka er frumútgáfa en hin endurútgáfa. Nýja bókin heitir Hvítvoðungar, og segja má að hún sé eins konar framhald af þeirri endurútgefnu, Hvítamyrkri.
Nýjar bækurHVÍTVOÐUNGAR og Hvítamyrkur eru eftir Ingimar Erlend Sigurðsson, en nærri áratugur er liðinn frá útkomu bókar eftir hann; önnur þessara bóka er frumútgáfa en hin endurútgáfa.
Nýja bókin heitir Hvítvoðungar, og segja má að hún sé eins konar framhald af þeirri endurútgefnu, Hvítamyrkri.
Í kynningu segir: "Nöfn bókanna eru táknræn í dulhyggju; þegar vissum áfanga er náð í andlegum skilnaði mannssálar við heimsmyrkrið, tekur við annars konar myrkur: sú ofbirta sem byrgir mennskum sjónum sýn að uppsprettu ljóssins, þar sem eðli og sannleikur, samhengi heims og himins, manns og guðs eru fólgin líkt og opinn leyndardómur."
Útgefandi er Sigurjón Þorbergsson. Hvítvoðungar er 13. ljóðabók Ingimars og er 230 bls., en Hvítamyrkur er 215 bls. Verð bókanna hvorrar um sig er 1.990 kr.
Ingimar Erlendur
Sigurðsson