Blönduósi-Fimmtán kúabændur í A-Húnavatnssýslu fengu á dögunum afhentar viðurkenningar frá mjólkursamlagi Sölufélags A-Húnvetninga (SAH) fyrir gæðamjólk. Viðurkenningar voru veittar á Sveitasetrinu á Blönduósi í kaffisamsæti sem SAH hélt gæðamjólkurframleiðendunum Það var mjólkurbússtjórinn á Blönduósi, Páll Svavarsson,
A-húnvetnskir mjólkurframleiðendur

Verðlaun fyrir

gæðamjólk Blönduósi - Fimmtán kúabændur í A-Húnavatnssýslu fengu á dögunum afhentar viðurkenningar frá mjólkursamlagi Sölufélags A-Húnvetninga (SAH) fyrir gæðamjólk. Viðurkenningar voru veittar á Sveitasetrinu á Blönduósi í kaffisamsæti sem SAH hélt gæðamjólkurframleiðendunum Það var mjólkurbússtjórinn á Blönduósi, Páll Svavarsson, sem afhennti viðurkenningarnar en þær eru smækkuð mynd af gömlu mjólkurbrúsunum sem "Bjössi á mjólkurbílnum" var frægur fyrir að sækja á sínum tíma. Páll sagði að til þess að öðlast þessar viðurkenningar þyrftu bændur að uppfylla strangar gæðakröfur hvað varðar fjölda frumna og gerla í mjólkinni.

Páll Svavarsson sagði ennfremur að til að framleiða hágæðamjólk þurfa mjólkurframleiðendur að sýna mikla þolinmæði og alúð í starfi sínu og á þessa eiginleika mjólkurframleiðandans mun svo sannarlega reyna strax eftir áramótin en þá taka við strangari gæðareglur í mjólkurframleiðslunni. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson VERÐLAUNAHAFAR fyrir gæðamjólk.