ÞESSA stundina eru starfsmenn Snæfellsbæjar og Vélsmiðja Árna Jóns að setja niður nýjan "skattstiga" hér í Ólafsvík. Mun hann liggja niður bratta brekku að sýsluskrifstofunni við Ólafsbraut. Gamli stiginn var götóttur og háll. Sá nýi er úr áli og er með stalla, einskonar áfanga að réttri lið.
Nýr skattstigi í Ólafsvík

Ólafsvík. Morgunblaðið.

ÞESSA stundina eru starfsmenn Snæfellsbæjar og Vélsmiðja Árna Jóns að setja niður nýjan "skattstiga" hér í Ólafsvík. Mun hann liggja niður bratta brekku að sýsluskrifstofunni við Ólafsbraut.

Gamli stiginn var götóttur og háll. Sá nýi er úr áli og er með stalla, einskonar áfanga að réttri lið.

Stiganum er slakað í einu lagi niður barðið með kranabifreið og eru menn strax farnir að skoða þennan nýja stiga og meta hvernig best muni að fara hann. Smíðað var samkvæmt hugmyndum opinberra aðila en ekki er ólíklegt að smiðirnir hafi reynt að laga teikninguna.