Eldtregar svamp-
dýnur til Íslands
NÝLEGA var fyrirtækið HH-
gæðasvampur ehf. stofnað að Iðnbúð 8 í Garðabæ. Fyrirtækið sérhæfir sig í innflutningi og sölu á svampi frá danska framleiðandanum Maribo. Á meðfylgjandi mynd eru f.v. Hörður Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri HH-Gæðasvamps, og Hákon Örn Gissurarson bólstrari.
Fyrirtækið selur m.a. svamp í dýnur og til húsgagnagerðar, skorið samkvæmt óskum kaupanda. Svampurinn hefur þá sérstöðu að hann brennur síður en venjulegur svampur og er því mjög vinsæll í svefndýnur að sögn Harðar. "Svampurinn er framleiddur í Danmörku samkvæmt ströngustu kröfum um eldvarnir, enda víðast hvar bannað að framleiða annan svamp. Fólk er nú æ betur að vakna til vitundar um mikilvægi þess að svampurinn uppfylli þessi skilyrði, og hafa t.d. skipaflotinn, sjúkrahús, leikskólar sýnt honum mikinn áhuga. Sérstaklega hafa efnismiklar eldtefjandi eggjabakkadýnur verið mjög vinsælar. Þá seljum við einnig hin landsþekktu rúm og springdýnur frá Ragnari Björnssyni," segir Hörður.