HAGNAÐUR Hewlett Packard tölvufyrirtækisins nam alls 3,1 milljarði dollara á síðasta reikningsári sem lauk þann 31. október og jókst um 21% frá árinu á undan. Tekjur fyrirtækisins námu alls 42,9 milljörðum dollara og jukust um 12%. Meðal helstu vaxtarbrodda í starfseminni var framleiðsla og sala á PC tölvum.
Gott ár hjá Hewlett-Packard Hagnaður jókst um fimmtung
HAGNAÐUR Hewlett Packard tölvufyrirtækisins nam alls 3,1 milljarði dollara á síðasta reikningsári sem lauk þann 31. október og jókst um 21% frá árinu á undan. Tekjur fyrirtækisins námu alls 42,9 milljörðum dollara og jukust um 12%.
Meðal helstu vaxtarbrodda í starfseminni var framleiðsla og sala á PC tölvum. Er HP er það tölvufyrirtæki sem vex hraðast á þeim markaði að því er fram kemur í könnun International Data Corporation (IDC). Jafnfram hefur sala á HP Kayak PC vinnustöðvum sem vinna á Microsoft Windows NT stýrikerfinu aukist mikið, en á móti hefur komið að tekjur af sölu UNIX vinnustöðva hafa dregist saman. Samkvæmt könnun IDC er HP markaðsleiðandi á því sviði í heiminum.
Sala á netstjórum hefur einnig vaxið verulega en fyrirtækið er markaðsleiðandi aðili í sölu á UNIX netstjórum og annar stærsti framleiðandi PC netstjóra sem keyra Windows NT í heiminum, skv. könnun Aberdeen Group.
Hewlett-Packard er annar stærsti tölvuframleiðandi heims og starfa 121.900 manns hjá fyrirtækinu.