KRAFTVÉLAR ehf. hafa tekið við umboði fyrir Tamrock, Sandvik og Rammer vinnuvélar og tæki. Þá hefur fyrirtækið þegar selt fyrstu borvagnana frá Tamrock, en kaupandi þeirra er SA verktak. Verða vagnarnir notaðir við gerð fráveituskurðar við Sultartangavirkjun. Tamrock er finnskt fyrirtæki sem framleiðir borvagna og sérsmíðar jafnframt vinnuvélar til jarðgangagerðar. Sandvik Drilling div.
ÐKraftvélar ehf. fá ný umboð

KRAFTVÉLAR ehf. hafa tekið við umboði fyrir Tamrock, Sandvik og Rammer vinnuvélar og tæki. Þá hefur fyrirtækið þegar selt fyrstu borvagnana frá Tamrock, en kaupandi þeirra er SA verktak. Verða vagnarnir notaðir við gerð fráveituskurðar við Sultartangavirkjun.

Tamrock er finnskt fyrirtæki sem framleiðir borvagna og sérsmíðar jafnframt vinnuvélar til jarðgangagerðar. Sandvik Drilling div. er sænskt fyrirtæki sem framleiðir borstál og borkrónur fyrir allar gerðir borvagna og Rammer, sem er finnskt fyrirtæki, framleiðir vökvafleyga fyrir vinnuvélar.

GUNNAR Björnsson, sölustjóri Kraftvéla ehf. Dofri Eysteinsson, framkvæmdastjóri Suðurverks ehf. og Sigurbergur Konráðsson, framkvæmdastjóri Arnarfells hf.