Bókalestur á Sólon LJÓÐAKVÖLD verður á efri hæð Sólon Íslandus í kvöld, 18. desember, kl. 20.30. Félagar í Nykri, Björgvin Ívar, Bergsveinn Birgisson, Sigtryggur Magnason og Andri Snær munu lesa úr verkum sínum. Ágústína Jónsdóttir, Börkur Gunnarsson, Njörður P. Njarðvík o.fl. munu lesa ljóð.
Bókalestur á Sólon

LJÓÐAKVÖLD verður á efri hæð Sólon Íslandus í kvöld, 18. desember, kl. 20.30. Félagar í Nykri, Björgvin Ívar, Bergsveinn Birgisson, Sigtryggur Magnason og Andri Snær munu lesa úr verkum sínum. Ágústína Jónsdóttir, Börkur Gunnarsson, Njörður P. Njarðvík o.fl. munu lesa ljóð.

Kvöldið er haldið til heiðurs Þórði Helgasyni lektor sem hefur hvatt marga unga höfunda til dáða, segir í kynningu. Einnig mun Guðbergur Bergsson lesa úr skáldævisögu sinni.