Nýir starfsmenn Nýherja hf.
KOLBRÚN Reynisdóttir hefur
verið ráðin til hugbúnaðardeildar Nýherja. Kolbrún mun starfa við uppsetningar, breytingar og þróun á SAP fjárhagsupplýsingakerfinu. Kolbrún hefur starfað sem kerfisfræðingur hjá LEGO System a/s síðan 1992. Síðustu þrjú árin hefur hún unnið við uppsetningar, breytingar og viðhald á SAP hugbúnaði fyrir ýmis fyrirtæki innan LEGO samsteypunnar. Kolbrún lauk stúdentsprófi á viðskiptasviði VMA 1985, og námi í kerfisfræði í Danmörk 1992 . Eiginmaður Kolbrúnar er Ari Baldursson , kerfisfræðingur og eiga þau 3 börn.
HARALDUR Pétursson hefur verið ráðinn til hugbúnaðardeildar Nýherja. Haraldur mun starfa sem ráðgjafi í SAP fjárhagsupplýsingakerfinu. Haraldur, sem er 32 ára, útskrifaðist sem iðnaðarverkfræðingur frá Aalborg Univercitetscenter í Danmörku árið 1990. Frá 1990 hefur hann starfað hjá Eimskip, síðast sem deildarstjóri flutningaþjónustu. Eiginkona Haraldar er Helga Móeiður Arnardóttir og eiga þau þrjú börn.
STEFÁN Brandur Stefánsson hefur verið ráðinn til hugbúnaðar deildar Nýherja. Stefán mun starfa sem ráðgjafi í SAP fjárhagsupplýsingakerfinu. Stefán er rekstrar- og kerfishagfræðingur frá Handelshojskolen í Kaupmannahöfn, en viðskiptafræðingur frá HÍ árið 1978. Stefán hefur starfað sem markaðsstjóri Gefjunar, sölustjóri Rekstrartækni, við ýmis störf á sviði reikningshalds og endurskoðunar í Danmörku, sem skrifstofustjóri hjá Byggðaverk og sem fjármálafulltrúi hjá Granda frá 1994. Stefán er kvæntur Sesselju K. Karlsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau 3 börn.
HELGI Þór Ágústsson hefur verið ráðinn til hugbúnaðardeildar Nýherja. Hann mun starfa sem ráðgjafi í ICMS reikningagerðarkerfi IBM, í fyrstu einvörðungu fyrir Póst og síma sem nýverið festi kaup á þessu kerfi. Helgi útskrifaðist árið 1990 úr stærðfræðideild Verslunaskóla Íslands, lauk C.S. prófi úr véla- og iðnaðarverkfræðideild Háskóla Íslands árið 1995 og útskrifaðist á þessu ári með meistaragráðu í iðnaðarverkfræði frá Danmarks Tekniske Universitet. Helgi hefur áður m.a. starfað hjá Almennu Verkfræðistofunni. Sambýliskona hans er Elísa Magnúsdóttir , ritari hjá Onno ehf. BIRGIR Sævarsson hefur verið ráðinn til hugbúnaðardeildar Ný herja. Birgir mun starfa sem ráðgjafi í ICMS reikningagerðarkerfi IBM, í fyrstu einvörðungu fyrir Póst og Síma sem nýverið hefur fest kaup á þessu kerfi. Birgir útskrifaðist árið 1992 af eðlisfræðibraut Flensborgarskóla, lauk C.S. prófi úr véla- og iðnaðarverkfræði í júní 1997. Birgir hefur m.a. starfað hjá Eimskip hf. Sambýliskona Birgis er Sigrún Dóra Sævinsdóttir, nemi í tölvunarfræði.