WALT DISNEY fyrirtækið hefur kynnt teiknimyndarás, sem mun sýna þætti með Andrési önd, Mikka mús og fleiri kunningjum allan sólarhringinn. Toon Disney rásin, eins og hún verður kölluð, mun hefja göngu sína 18. apríl og verður í tengslum við Disney Channel, fjölskyldurás sem tók til starfa á sama degi fyrir 15 árum.
Walt Disney með teiknimyndarás
Los Angeles. Reuters.
WALT DISNEY fyrirtækið hefur kynnt teiknimyndarás, sem mun sýna þætti með Andrési önd, Mikka mús og fleiri kunningjum allan sólarhringinn.
Toon Disney rásin, eins og hún verður kölluð, mun hefja göngu sína 18. apríl og verður í tengslum við Disney Channel, fjölskyldurás sem tók til starfa á sama degi fyrir 15 árum.
Toon Disney er næsta skrefið í auknum umsvifum Disney vörumerkisins," sagði Anne Sweeny, forstjóri Disney Channel, í yfirlýsingu.
Nýja rásin er ætluð börnum á aldrinum 2-11 ára og fjölskyldum þeirra. Hún mun grundvallast á rúmlega 2,200 þáttaröðum með teiknimyndapersónum úr safni Disneys.