ALLIR keppast við að velja bestu kvikmyndir ársins 1997 um þessar mundir í Bandaríkjunum. Réttindasamtök svartra þar í landi, NAACP, eru ekki eftirbátur annarra og hefur tilnefnt nokkrar kvikmyndir til Image verðlaunanna, en þau eru veitt fyrir jákvæða framsetningu á menningu og lífsstíl svartra Bandaríkjamanna. Fimm kvikmyndir eru tilnefndar í flokknum besta kvikmynd.

Svört kvik-

mynda-

verðlaun

ALLIR keppast við að velja bestu kvikmyndir ársins 1997 um þessar mundir í Bandaríkjunum. Réttindasamtök svartra þar í landi, NAACP, eru ekki eftirbátur annarra og hefur tilnefnt nokkrar kvikmyndir til Image verðlaunanna, en þau eru veitt fyrir jákvæða framsetningu á menningu og lífsstíl svartra Bandaríkjamanna. Fimm kvikmyndir eru tilnefndar í flokknum besta kvikmynd. Það eru "Amistad", "Eve's Bayou", "Love Jones", "Rosewood" og "Soul Food".

Djimon Hounsou ("Amistad"), Larenz Tate ("Love Jones"), Laurence Fishburn ("Hoodlum"), Samuel L. Jackson ("Eve's Bayou"), og Ving Rhames ("Rosewood") eru tilnefndir til verðlauna sem bestu leikarar í aðalhlutverki. Á meðan Lynn Whitefield ("Eve's Bayou"), Nia Long ("Love Jones"), Pam Grier ("Jackie Brown"), Vanessa L. Williams, og Vivica A. Fox ("Soul Food") eru tilnefndar sem bestu leikkonur í aðalhlutverki.

SOUL Food er tilnefnd til Image verðlauna NAACP samtakanna.