RÍKISSJÓNVARPIÐ hefur tryggt sér sýningarrétt frá fjórum heimsbikarmótum í svigi karla, þar sem Kristinn Björnsson verður meðal keppenda, eftir áramót. Það eru mótin í Schladming í Austurríki 10. janúar, í Wengen í Sviss 18. janúar, í Kitzb¨uhl í Austurríki 25. janúar og lokamót vetrarins í Crans Montana í Sviss 15. mars.
RÚV fær sýningarrétt frá heimsbikar-

mótum í svigi RÍKISSJÓNVARPIÐ hefur tryggt sér sýningarrétt frá fjórum heimsbikarmótum í svigi karla, þar sem Kristinn Björnsson verður meðal keppenda, eftir áramót. Það eru mótin í Schladming í Austurríki 10. janúar, í Wengen í Sviss 18. janúar, í Kitzb¨uhl í Austurríki 25. janúar og lokamót vetrarins í Crans Montana í Sviss 15. mars.

Sjónvarpsstöðin Sýn hefur sýnt beint frá tveimur fyrstu heimsbikarmótunum í svigi í vetur, og verður einnig með tvö þau næstu í beinni útsendingu; mótið í Madonna di Campiglio á Ítalíu næsta mánudag og síðan frá Krajnska Gora í Slóveníu 4. janúar. Vert er að geta þess að Sýn verður einnit með mótið í Kitzb¨uhl í beinni útsendingu 25. janúar, eins og RÚV.

Óljóst er hvort næst síðasta heimsbikarmót vetrarins í svigi, í Yong Pyong í Suður Kóreu 1. mars ­ strax eftir Ólympíuleikana í Nagano í Japan ­ verður í beinni útsendingu íslenskrar sjónvarpsstöðvar.