INNKAUPASTOFNUN Reykjavíkur hefur fyrir hönd Rafmagnsveitu Reykjavíkur gengið frá samningum við Ískraft um kaup á tæplega 50 kílómetra löngum, 145 kw aflstreng til tengingar á Nesjavallalínu ofan úr Gullbringum og að aðveitustöð við Korpúlfsstaði, að því er segir í frétt.
ÐRafmagnsveitan semur við Ískraft

INNKAUPASTOFNUN Reykjavíkur hefur fyrir hönd Rafmagnsveitu Reykjavíkur gengið frá samningum við Ískraft um kaup á tæplega 50 kílómetra löngum, 145 kw aflstreng til tengingar á Nesjavallalínu ofan úr Gullbringum og að aðveitustöð við Korpúlfsstaði, að því er segir í frétt.

Strengurinn er framleiddur hjá NK Cables í Finnlandi og nemur heildarverðmæti samningsins 130 milljónum króna með öllum búnaði.

Fyrr á þessu ári keypti Póstur og sími 100 kílómetra ljósleiðarastreng frá NK Cable. Þá hefur Ískraft einnig selt ljósleiðara frá sama fyrirtæki til Rússlands. Sú sala vekur raunar nokkra athygli enda eru Finnar næstu nágrannar Rússa.

Endanlega var gengið frá tæknilegum atriðum samningsins við Rafmagnsveitu Reykjavíkur í verksmiðju NK Cables í Finnlandi. Myndin var tekin við það tækifæri en á henni eru, frá vinstri, Sverrir Sigmundsson, innkaupastjóri Rafmagnsveitu Reykjvíkur, Pekka Luoma, framleiðslustjóri NK Cables, Haukur Pálmason, aðstoðarrafmagnsstjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Hreggviður Þorgeirsson, forstjóri Ískraft, og Matts Eklöf, svæðisstjóri NK Cables.