LEIKKONAN Frances McDormand verður heiðruð á Sundance-kvikmyndahátíðinni 18. janúar. Fær hún viðurkenningu fyrir frumkvæði og framsýni í flokki óháðra kvikmyndagerðarmanna. Hún verður viðstödd sérstaka athöfn af þessu tilefni þar sem sýnd verða brot úr myndum hennar, m.a. Short Cuts, Mississippi Burning og Fargo.
McDormand
heiðruð á SundanceLEIKKONAN Frances McDormand verður heiðruð á Sundance-kvikmyndahátíðinni 18. janúar. Fær hún viðurkenningu fyrir frumkvæði og framsýni í flokki óháðra kvikmyndagerðarmanna. Hún verður viðstödd sérstaka athöfn af þessu tilefni þar sem sýnd verða brot úr myndum hennar, m.a. Short Cuts, Mississippi Burning og Fargo. Áður hafa John Turturro, Denzel Washington, Gena Rowlands, Nicolas Cage, Dianne Wiest og Tim Robbins fengið þessa viðurkenningu.