ÞAÐ getur verið varasamt að nota vissar gerðir af kertastjökum án þess að hafa undirlag undir þeim. Í fréttatilkynningu frá markaðsgæsludeild Löggildingarstofu kemur fram að kertastjakinn á meðfylgjandi mynd ofhitnaði og skemmdi fundarborð sem hann stóð á.
Löggildingarstofa

Kertastjakar varasamir?

ÞAÐ getur verið varasamt að nota vissar gerðir af kertastjökum án þess að hafa undirlag undir þeim. Í fréttatilkynningu frá markaðsgæsludeild Löggildingarstofu kemur fram að kertastjakinn á meðfylgjandi mynd ofhitnaði og skemmdi fundarborð sem hann stóð á. "Við athugun kom í ljós að kertastjakinn er úr keramík sem getur við vissar kringumstæður ofhitnað og valdið því að undirlag kertastjakans sviðnar. Það er því afar mikilvægt að láta kertastjakann hvíla á diski eða öðru sem þolir hita. Ennfremur skal bent á að keramik leiðir hita mjög vel og því er varhugavert að snerta kertastjakann eftir að kveikt hefur verið á kerti í honum.

Kertastjakinn er fluttur inn af heildversluninni Kveik ehf., og hefur eigandi hennar brugðist vel við ábendingum markaðsgæsludeildar og ákveðið að framvegis verða notkunarleiðbeiningar á íslensku límdar á umbúðir kertastjakans."

Þá hvetur markaðsgæsludeild Löggildingarstofu neytendur til að vera á varðbergi og gæta að hvort eldhætta af völdum kertastjaka leynist á heimilum þeirra og gera þá viðeigandi ráðstafanir.