BANDARÍSK flugfélög hafa tilkynnt að þau muni sjálf taka upp kerfi, sem muni vara fyrr við hættulegu landslagi, áður en opinberar reglur verða gefnar út fyrir lok næsta árs eins og búizt er við. Nýja viðvörunarkerfið getur bjargað mannslífum með skjótari viðvörunum við hættulegu landslagi framundan og með því að sýna það eins og á korti.
Flugvélar
fá skjótari viðvörunWashington. Reuters.
BANDARÍSK flugfélög hafa tilkynnt að þau muni sjálf taka upp kerfi, sem muni vara fyrr við hættulegu landslagi, áður en opinberar reglur verða gefnar út fyrir lok næsta árs eins og búizt er við.
Nýja viðvörunarkerfið getur bjargað mannslífum með skjótari viðvörunum við hættulegu landslagi framundan og með því að sýna það eins og á korti.
Koma hefði mátt í veg fyrir nokkur flugslys og auka flugöryggi, ef slíkt viðvörunarkerfi hefði verið til staðar. Með slíku kerfi hefði því meðal annars verið afstýrt að Boeing 757 flugvél American flugfélagsins flaug á fjall nálægt Cali í Kólombíu í desember 1995.