LEVERKUSEN hefur áfrýjað úrskurði þýska knattspyrnusambandsins sem dæmdi miðherjann Ulf Kirsten í níu vikna bann í liðinni viku og gerði honum auk þess að greiða um 400.000 kr. í sekt fyrir að gefa Thomas Linke hjá Schalke olnbogaskot í andlitið í deildarleik fyrir skömmu. Dómarinn sá ekki atvikið en þýska sambandið úrskurðaði í málinu eftir að hafa skoðað myndband frá leiknum.
Leverkusen áfrýjaði LEVERKUSEN hefur áfrýjað úrskurði þýska knattspyrnusambandsins sem dæmdi miðherjann Ulf Kirsten í níu vikna bann í liðinni viku og gerði honum auk þess að greiða um 400.000 kr. í sekt fyrir að gefa Thomas Linke hjá Schalke olnbogaskot í andlitið í deildarleik fyrir skömmu. Dómarinn sá ekki atvikið en þýska sambandið úrskurðaði í málinu eftir að hafa skoðað myndband frá leiknum. Linke var borinn af velli en reyndist ekki hafa meiðst að ráði.

Samkvæmt úrskurðinum missir Kirsten, sem er markahæstur í þýsku deildinni, af fjórum leikjum í deildinni, en hlé verður í þýsku knattspyrnunni 21. desember til 30. janúar.