ANNAÐ árið í röð hefur Hans Petersen gert samning við foreldrasamtökin Vímulausa æsku í tengslum við sölu jólakorta. Fær Vímulaus æska prósentur af öllum kortum sem Hans Petersen selur, bæði kortum með myndum og venjulegum kortum. Þá selur fyrirtækið líka jólapoka Vímulausrar æsku.

Styrkur til Vímulausrar æsku

ANNAÐ árið í röð hefur Hans Petersen gert samning við foreldrasamtökin Vímulausa æsku í tengslum við sölu jólakorta. Fær Vímulaus æska prósentur af öllum kortum sem Hans Petersen selur, bæði kortum með myndum og venjulegum kortum. Þá selur fyrirtækið líka jólapoka Vímulausrar æsku. Á myndinni eru Elísa Wíum, framkvæmdastjóri Vímulausrar æsku og Guðrún Eyjólfsdóttir, markaðsstjóri hjá Hans Petersen við undirritun samningsins.