INGÓLFUR Snorrason frá Selfossi og Edda Blöndal úr Þórshamri urðu fyrir skömmu bikarmeistarar í karata, en fjórða og síðasta bikarmótið var haldið um helgina. Edda var raunar búin að tryggja sér titilinn og keppti því ekki á mótinu. Ingólfur hlaut 18 stig í mótunum fjórum en í öðru sæti varð Jón Ingi Þorvaldsson úr Þórshamri með 15 stig og Ólafur Nielsen úr Þórshamri þriðji með 13 stig.
KARATE

Ingólfur og Edda

meistarar INGÓLFUR Snorrason frá Selfossi og Edda Blöndal úr Þórshamri urðu fyrir skömmu bikarmeistarar í karata, en fjórða og síðasta bikarmótið var haldið um helgina. Edda var raunar búin að tryggja sér titilinn og keppti því ekki á mótinu. Ingólfur hlaut 18 stig í mótunum fjórum en í öðru sæti varð Jón Ingi Þorvaldsson úr Þórshamri með 15 stig og Ólafur Nielsen úr Þórshamri þriðji með 13 stig. Í kvennaflokki varð Sólveig K. Einarsdóttir önnur með 11 stig og Katrín Haraldsdóttir þriðja með 3 stig, en þær eru báðar úr Þórshamri.