ÁHORFENDUR í San Fransisco, þar sem Leikurinn var tekin upp, lenda í enn meiri sálarflækjum þegar þeir yfirgefa kvikmyndahúsið eftir að hafa séð þessa sálarflækjumynd. Þá er þeim afhent dreifirit með áletruninni: "Þið hafið séð myndina, takið núna þátt í leiknum fyrir alvöru.
Bíógestum boðin þátttaka í Leiknum

ÁHORFENDUR í San Fransisco, þar sem Leikurinn var tekin upp, lenda í enn meiri sálarflækjum þegar þeir yfirgefa kvikmyndahúsið eftir að hafa séð þessa sálarflækjumynd. Þá er þeim afhent dreifirit með áletruninni: "Þið hafið séð myndina, takið núna þátt í leiknum fyrir alvöru."

Þetta er ekki auglýsingagaldur dreifingaraðila Polygram heldur er verið að kynna Bardo þjálfunarstöðina sem er sett upp fyrir lífsþreytt fólk á borð við Nicholas Van Orton, sem Douglas leikur í Leiknum.

Hópurinn New Age stendur að þjálfunarstöðinni og eru forsprakkar hópsins þeirrar skoðunar að það þurfi að hrista upp í fólki á borð við Van Orton. Þátttakendum er boðið að horfa á kvikmyndir, hlýða á tónlist og dansa og allt á þetta að vekja þá til umhugsunar.

Flest virðist þó benda til þess að áhorfendur vilji heldur fylgjast með Orton ganga í gegnum Leikinn en taka sjálfir þátt í honum. Að minnsta kosti höfðu aðeins tólf manns skráð sig í þjálfunarstöðina eftir að dreift hafði verið nokkur þúsund dreifimiðum.