TUTTUGU og fimm umsóknir bárust frá fimmtán löndum um Styrk Snorra Sturlusonar sem veittur er í sjötta sinn. Tveir hlutu styrkinn fyrir árið 1998 að þessu sinni, prófessor Edmund Gussmann, Kaþólska háskólanum í Lublin í Póllandi, og dr. Andrey V. Pilgun, fræðimaður og bókaútgefandi í Moskvu. Edmund til að vinna að handbók um hljóðfræði, m.a.
Tveir hlutu
Styrk Snorra SturlusonarTUTTUGU og fimm umsóknir bárust frá fimmtán löndum um Styrk Snorra Sturlusonar sem veittur er í sjötta sinn.
Tveir hlutu styrkinn fyrir árið 1998 að þessu sinni, prófessor Edmund Gussmann, Kaþólska háskólanum í Lublin í Póllandi, og dr. Andrey V. Pilgun, fræðimaður og bókaútgefandi í Moskvu. Edmund til að vinna að handbók um hljóðfræði, m.a. hljóðfræði íslensku, sem Cambridge University Press mun gefa út. Dr. Andrey til að fást við lýsingar í miðaldahandritum og yfirfærslu handrita í tölvutækt form.
Í úthlutunarnefnd styrkjanna eiga sæti Úlfar Bragason forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordals, Helga Kress prófessor og Ingibjörg Haraldsdóttir rithöfundur.
Í tilefni 750. ártíðar Snorra Sturlusonar 23. september 1991 ákvað ríkisstjórn Íslands að efna til styrkja sem kenndir yrðu við nafn hans. Samkvæmt reglum um styrkina sem gefnar voru út 1992 skulu þeir árlega boðnir erlendum rithöfundum, þýðendum og fræðimönnum til að dveljast á Íslandi í því skyni að kynnast sem best íslenskri tungu, menningu og mannlífi. Styrkirnir skulu veittir í þrjá mánuði hið minnsta og miðast við greiðslu á ferðakostnaði styrkþega og dvalarkostnaði innanlands.
Það er stofnun Sigurðar Nordals sem auglýsir styrkina og tekur á móti umsóknum.