Á ÞESSU ári hefur verið unnið að skipulagsbreytingum innan SPRON. Nýtt skipurit hefur m.a. verið tekið í notkun. Helstu breytingar felast í skýrari verkaskiptingu milli sparisjóðsstjóra og aðstoðarsparisjóðsstjóra, þrjú ný fagsvið hafa verið mynduð,
Skipulagsbreytingar hjá SPRON
Á ÞESSU ári hefur verið unnið að skipulagsbreytingum innan SPRON. Nýtt skipurit hefur m.a. verið tekið í notkun. Helstu breytingar felast í skýrari verkaskiptingu milli sparisjóðsstjóra og aðstoðarsparisjóðsstjóra, þrjú ný fagsvið hafa verið mynduð, meiri aðgreining verður milli höfuðstöðva og útibúsins á Skólavörðustíg og nokkrar áherslubreytingar verða gerðar á starfsemi útibúa sparisjóðsins, að því er segir í frétt frá SPRON.
Þau þrjú fagsvið sem sett hafa verið á fót eru viðskiptastofa, markaðs- og sölusvið og fyrirtækjasvið. Vegna framangreindra breytinga hafa eftirfarandi breytingar orðið á starfsmannahaldi SPRON:
SIGURJÓN Hjartarson hefur verið ráðinn í stöðu markaðsstjóra SPRON, en hann er yfirmaður markaðs- og sölusviðs sparisjóðsins. Sigurjón hefur verið útibússtjóri í útibúi SPRON í Skeifunni 11 frá því það var opnað haustið 1994. Sigurjón lauk prófi í viðskiptafræðum frá Rockford College í Bandaríkjunum árið 1987. Sigurjón starfaði í Útvegsbankanum hf., síðar Íslandsbanka, sem lánasérfræðingur frá 1987 til 1994. Sigurjón situr í stjórn Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík. Sigurjón tekur við starfi markaðsstjóra 1. febrúar nk. Eiginkona hans er Kristín Sigurðardóttir og eiga þau 3 börn.
ARI Bergmann Einarsson hefur verið ráðinn í stöðu útibússtjóra í útibúi SPRON, Skeifunni 11. Þetta útibú leggur sérstaka áherslu á fyrirtækjaviðskipti. Ari lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands 1969 og stundaði framhaldsnám við London School of Foreign Trade 1970 1971. Hann starfaði hjá Mjólkurfélagi Reykjavíkur um nokkurra ára skeið, en frá árinu 1974 starfaði hann sem framkvæmdastjóri Áklæða og gluggatjalda hf. Ari hefur tekið mikinn þátt í störfum íþróttahreyfingarinnar. Ari tekur við starfi útibússtjóra 1. febrúar n.k. Eiginkona hans er Ólöf Erla Óladóttir og eiga þau 2 börn.
ARNAR Bjarnason framkvæmdastjóri Viðskiptastofu SPRON. Arnar lauk cand. oceon. prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands 1985, MBA námi frá Aston Business School í Bretlandi og doktorsprófi (Ph.D) frá Edinborgarháskóla árið 1994. Arnar var fjármálastjóri Ferðaskrifstofu Íslands hf. frá 19941996, hagfræðingur í Alþjóðadeild Íslandsbanka hf. 1990, framkvæmdastjóri Alþjóðadeildar Verslunarbanka Íslands hf. 19881989, fjármálastjóri Bílaborgar hf. 19871988 og fjármálastjóri Ferðaskrifstofunnar Úrvals 19851986. Arnar tók við stöðu framkvæmdastjóra Viðskiptastofu SPRON 12. maí sl.