IÐNAÐAR- og viðskiptaráðherra hefur óskað eftir því við Vátryggingaeftirlitið að það taki saman upplýsingar um endanlegar bótafjárhæðir í tilteknum tjónum frá árinu 1993. Dómsmálaráðuneytið óskaði eftir því í síðustu viku að viðskiptaráðuneytið hlutaðist til um að Vátryggingaeftirlitið aðstoðaði nefnd, sem vinnur að endurskoðun skaðabótalaga, við útvegun upplýsinga.
Viðskiptaráðherra óskar upplýsinga

IÐNAÐAR- og viðskiptaráðherra hefur óskað eftir því við Vátryggingaeftirlitið að það taki saman upplýsingar um endanlegar bótafjárhæðir í tilteknum tjónum frá árinu 1993.

Dómsmálaráðuneytið óskaði eftir því í síðustu viku að viðskiptaráðuneytið hlutaðist til um að Vátryggingaeftirlitið aðstoðaði nefnd, sem vinnur að endurskoðun skaðabótalaga, við útvegun upplýsinga. Hafði nefndin óskað eftir upplýsingum um tjónakostnað tryggingafélaganna vegna 921 máls frá árinu 1993.

Fulltrúar ráðherra hafa átt fundi með fulltrúum Sambands íslenskra tryggingafélaga og Vátryggingaeftirlitinu og í framhaldi af því óskar ráðherra nú eftir áðurgreindum upplýsingum frá Vátryggingaeftirlitinu.