VERKALÝÐSFÉLAG Presthólahrepps hefur undirritað samstarfssamning við Skrifstofu Verkalýðsfélaganna á Húsavík. Félagssvæði þess er Kópasker, Kelduneshreppur og Öxarfjarðarhreppur. Samstarfssamningurinn byggist á því að Skrifstofan tekur að sér að sjá um fjármál, rekstur, félags- og fræðslumál fyrir félagið. Á félagsfundi í Verkalýðsfélagi Presthólahrepps sl.
Samstarf verkalýðsfélaga

VERKALÝÐSFÉLAG Presthólahrepps hefur undirritað samstarfssamning við Skrifstofu Verkalýðsfélaganna á Húsavík. Félagssvæði þess er Kópasker, Kelduneshreppur og Öxarfjarðarhreppur.

Samstarfssamningurinn byggist á því að Skrifstofan tekur að sér að sjá um fjármál, rekstur, félags- og fræðslumál fyrir félagið.

Á félagsfundi í Verkalýðsfélagi Presthólahrepps sl. sunnudag á Kópaskeri var samstarfssamningurinn samþykktur samhljóða og gildir hann frá næstu áramótum. Um hundrað manns er í Verkalýðsfélagi Presthólahrepps. Félagsmenn þess hafa hingað til ekki haft aðgang að skrifstofu.