KÓR Flensborgarskóla í Hafnarfirði heldur jólatónleika sunnudagskvöldið 21. desember kl. 20.30 og er þetta árlegt Vinakvöld á aðventu, en svo nefnast tónleikarnir. Á dagskránni verða innlend og erlend jóla- og aðventulög og önnur hátíðartónlist sungin og leikin af kórfélögum. Gestir vinakvöldsins að þessu sinni verða þær Hanna Björk Guðjónsdóttir sópransöngkona og Marion Herrera hörpuleikari.
Vinakvöld á aðventu í Flensborg

KÓR Flensborgarskóla í Hafnarfirði heldur jólatónleika sunnudagskvöldið 21. desember kl. 20.30 og er þetta árlegt Vinakvöld á aðventu, en svo nefnast tónleikarnir.

Á dagskránni verða innlend og erlend jóla- og aðventulög og önnur hátíðartónlist sungin og leikin af kórfélögum. Gestir vinakvöldsins að þessu sinni verða þær Hanna Björk Guðjónsdóttir sópransöngkona og Marion Herrera hörpuleikari. Aðgangseyrir er kr. 700 fyrir 21 árs og frítt fyrir alla yngri. Stjórnandi Kórs Flensborgarskóla er Hrafnhildur Blomsterberg.