UNDANFARNAR vikur hafa orðið nokkrar breytingar á framkvæmdastjórn KÁ á Selfossi. GUÐMUNDUR Búason hefur verið ráðinn fulltrúi framkvæmdastjóra. Guðmundur var verslunarstjóri og verslunarráðunautur hjá KEA á Akureyri í fjöldamörg ár.
ÐBreytingar á
framkvæmdastjórn KÁ UNDANFARNAR vikur hafa orðið nokkrar breytingar á framkvæmdastjórn KÁ á Selfossi.
GUÐMUNDUR Búason hefur verið ráðinn fulltrúi framkvæmda stjóra. Guðmundur var verslunarstjóri og verslunarráðunautur hjá KEA á Akureyri í fjöldamörg ár. Hann var kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Vestmannaeyja 19801988, en réðst þá til KÁ á Selfossi og hefur gegnt þar stöðu framkvæmdastjóra fjármálasviðs síðustu árin. Guðmundur hefur lokið rekstrar- og viðskiptanámi frá endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands.
BJARKI Júlíusson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármála sviðs. Bjarki er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og löggiltur endurskoðandi. Hann starfaði á endurskoðunarskrifstofunni Stoð 19801987 og sem fjármálastjóri Þróunar ehf. tölvu- og rekstrarráðgjafar 1987 1990. Á árunum 19901997 var hann síðan framkvæmdastjóri fjármálasviðs Hótels Sögu ehf. og dótturfélags.
Auk þessa hefur Garðar Halldórsson hætt störfum sem framkvæmdastjóri Búvörudeildar og mun Þorsteinn Pálsson framkvæmdastjóri KÁ sinna yfirstjórn búvörudeildar fyrst um sinn.