Tvö ný
tilfelli af
fuglaflensu
Hong Kong. Reuters
KJÚKLINGASÖLUKONA, kemur
kjúklingum sínum fyrir á stærsta kjúklingamarkaði Hong Kong í gær. Markaðurinn var þá opnaður á ný eftir að hafa verið lokaður í nokkra daga vegna dularfullrar fuglaflensu sem orðið hefur tveimur mönnum að bana.
Sjúkdómurinn er talinn hafa borist til Hong Kong með kjúklingum frá Guangdong héraði en 80.000 til 100.000 kjúklingar eru fluttir þaðan til borgarinnar daglega.
Sjúkdómsins, sem einkennist af háum hita, hósta og verkjum, varð fyrst vart í mönnum í maí á þessu ári. Síðan þá hafa níu tilfelli verið greind í mönnum auk þess sem grunur leikur á því að tvö tilfelli til viðbótar tengist honum. Enn er hins vegar ekki vitað hvort sjúkdómurinn geti smitast á milli manna eða berist eingöngu í menn frá kjúklingum.
Donna Shalala, heilbrigðismálaráðherra Bandaríkjanna, heimsótti Hong Kong í síðustu viku og hitti þar m.a. lækna sem sendir höfðu verið til Kína til að kanna sjúkdóminn. Að heimsókninni lokinni tilkynnti talsmaður hennar að ráðherrann teldi enga ástæðu til að óttast að sjúkdómurinn bærist til Bandaríkjanna. Sérfræðingar hafa lagt áherslu á að sennilega sé ekki um faraldssjúkdóm að ræða.