NÝLEGA var boðssýning á kvikmyndinni Starship Troopers í Kringlubíói. Dreift var miðum til framhaldsskólanema með skilmálunum fyrstir koma fyrstir fá. Sýningin var á föstudegi og opnaði miðasalan klukkan 18:30. "Fólk var byrjað að mæta klukkan 17 og klukkutíma síðar var komin örtröð," segir Ragnar Már Vilhjálmsson, markaðsstjóri Sambíóanna.

Örtröð eftir

bíómiðum

NÝLEGA var boðssýning á kvikmyndinni Starship Troopers í Kringlubíói. Dreift var miðum til framhaldsskólanema með skilmálunum fyrstir koma fyrstir fá. Sýningin var á föstudegi og opnaði miðasalan klukkan 18:30. "Fólk var byrjað að mæta klukkan 17 og klukkutíma síðar var komin örtröð," segir Ragnar Már Vilhjálmsson, markaðsstjóri Sambíóanna.

"Það sem er kannski dálítið merkilegt er að nemendurnir voru allir í prófum en gáfu sér engu að síður tíma til að mæta," bætir hann við. Starship Troopers er hasarmynd og fjallar um sérsveit sem er þjálfuð til að takast á við öfl utan úr geimnum. Byrjað verður að forsýna myndina á fimmtudag og verður hún frumsýnd 26. desember.

Morgunblaðið/Árni Sæberg