ÁRAMÓTAFERÐ Útivistar í Bása á Goðalandi verður dagana 30. desember til 2. janúar og er skráning hafin. "Í Básum safnast saman hópur fólks um hver áramót, sem á það eitt sameiginlegt að hafa áhuga á útiveru og að vilja skemmta sér utan ys og þys margmennis. Útivist gerir allt til þess að gera gestum dvölina í Básum skemmtilega.

Skráning

hafin í ára-

mótaferð

Útivistar

ÁRAMÓTAFERÐ Útivistar í Bása á Goðalandi verður dagana 30. desember til 2. janúar og er skráning hafin.

"Í Básum safnast saman hópur fólks um hver áramót, sem á það eitt sameiginlegt að hafa áhuga á útiveru og að vilja skemmta sér utan ys og þys margmennis. Útivist gerir allt til þess að gera gestum dvölina í Básum skemmtilega. Á kvöldin eru haldnar kvöldvökur þar sem fólk safnast saman við söng, glens og gaman og á gamlárskvöld verður kveikt í áramótabrennu og flugeldum skotið á loft," segir í frétt frá Útivist.