JÓLADANSSÝNING Ballettskólans á Akureyri var haldin í Íþróttahöllinni á dögunum og sýndu þar um 40 nemendur. Stúlkur á ýmsum aldri og einn piltur sýndu foreldrum sínum og öðrum aðstandendum hvað þau höfðu lært í skólanum að undanförnu og sáust oft glæsileg tilþrif.
Ballettdansarar framtíðarinnarJÓLADANSSÝNING Ballettskólans á Akureyri var haldin í Íþróttahöllinni á dögunum og sýndu þar um 40 nemendur. Stúlkur á ýmsum aldri og einn piltur sýndu foreldrum sínum og öðrum aðstandendum hvað þau höfðu lært í skólanum að undanförnu og sáust oft glæsileg tilþrif. Þarna mátti sjá efni í framtíðar ballettdansara og ef fram heldur sem horfir verður ekki skortur á frambærilegum dönsurum í bæjarfélaginu þótt vissulega mættu fleiri piltar æfa þessa listgrein.
Morgunblaðið/Kristján