BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, er að ná sér af kvefi og veirusýkingu og allt útlit fyrir að hann muni fara af heilsuhæli í byrjun næstu viku, eins og gert hafði verið ráð fyrir, að því er talsmaður rússneskra stjórnvalda greindi frá í gær.
Jeltsín

að ná sér

Moskvu. Reuters.

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, er að ná sér af kvefi og veirusýkingu og allt útlit fyrir að hann muni fara af heilsuhæli í byrjun næstu viku, eins og gert hafði verið ráð fyrir, að því er talsmaður rússneskra stjórnvalda greindi frá í gær.

Sergei Jastrzjemsbskíj, talsmaður forsetans, sagði ekkert hæft í því að stjórnvöld leyndu sannleikanum um heilsuleysi forsetans. Jeltsín hefur nú dvalið í viku á Barvikha heilsuhælinu skammt frá Moskvu.

"Heilsufar hans er viðunandi," sagði Jastrzjemsbskíj á fréttamannafundi í gær. "Læknarnir áætluðu að hann myndi dvelja í Barvikha í tíu til tólf daga. Það hefur ekki verið minnst á breytingu."

Jastrzjemsbskíj sagði að forsetinn væri hitalaus og ekki lengur með kvef. Engar breytingar hefðu verið gerðar á dagskrá forsetans í janúar og myndi hann fara í heimsókn til Indlands eins og til hafi staðið.