ÁGÚST Einarsson, Svanfríður Jónasdóttir og Rannveig Guðmundsdóttir, þingmenn þingflokks jafnaðarmanna hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til laga sem miðar að því að efla menningu, vísindi og kvikmyndagerð með breytingu á lögum um tekjuskatt og eignarskatt.
Jafnaðarmenn vilja efla menningu og vísindi ql ÁGÚST Einarsson, Svanfríður
Jónasdóttir og Rannveig Guðmundsdóttir, þingmenn þingflokks jafnaðarmanna hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til laga sem miðar að því að efla menningu, vísindi og kvikmyndagerð með breytingu á lögum um tekjuskatt og eignarskatt.Er með frumvarpinu lagt til að lögfest verði að fyrirtæki megi draga tvöfalda þá fjárhæð frá tekjum sínum sem þau verji til menningarmála, vísindastarfsemi og kvikmyndagerðar. Þetta, segir í greinargerð, mun hvetja fyrirtæki til að auka framlög sín enda lækki skattskyldar tekjur þeirra þar með. "Ef fyrirtæki gefur 100 þúsund krónur til menningar- og vísindastarfsemi má það samkvæmt frumvarpinu draga 200 þúsund krónur frá útgjöldum en einungis 100 þúsund samkvæmt núgildandi lögum."
Þá kemur fram í greinargerð frumvarpsins að í núgildandi lögum sé kveðið á um að slíkar gjafir og framlög megi ekki nema meira en 0,5% frá tekjum og er í frumvarpinu ekki lögð til breyting á því.