FEITT hundrað ár eru liðin frá því götulýsing var sett upp á Akureyri og af því tilefni var kveikt á hundrað ára gömlum ljósastaur við Friðbjarnarhús við Aðalstræti á Akureyri í gær. Sigfríður Þorsteinsdóttir, sem sæti á í veitustjórn Akureyrar, sagði að þetta hefði verið "gæluverkefni" sitt og Ástu Sigurðardóttur, formanns stjórnar Friðbjarnarhúss,
Kveikt á fyrsta ljósastaurnum sem settur var upp á Akureyri Hundrað ár frá því

bærinn var raflýstur

FEITT hundrað ár eru liðin frá því götulýsing var sett upp á Akureyri og af því tilefni var kveikt á hundrað ára gömlum ljósastaur við Friðbjarnarhús við Aðalstræti á Akureyri í gær. Sigfríður Þorsteinsdóttir, sem sæti á í veitustjórn Akureyrar, sagði að þetta hefði verið "gæluverkefni" sitt og Ástu Sigurðardóttur, formanns stjórnar Friðbjarnarhúss, nokkuð lengi og mikið gengið á við að finna ljóskerið og víða að því leitað.

Ásta Sigurðardóttir gat þess að kotnaður við kaup á ljósastaurum og því sem þeim tilheyrði hefði numið 226 krónum dönskum fyrir hundrað árum. Friðbjörn Steinsson sem bjó alla sína ævi í húsinu sem við hann er kennt sat í bæjarstjórn Akureyrar þegar samþykkt var að raflýsa bæinn og fyrsti staurinn var settur upp við hús hans.

Rafveitu Akureyrar og stjórnendur Friðbjarnarhúss var falin varðveisla hússins.

Morgunblaðið/Kristján SVANBJÖRN Sigurðsson rafveitustjóri, Ásta Sigurðardóttir, formaður stjórnar Friðbjarnarhúss, og Sigfríður Þorsteinsdóttir í veitustjórn.