HROSS drapst á Snæfellsnesi í gærmorgun þegar það lenti fyrir fólksbíl við Haukatungu í Kolbeinsstaðahreppi. Ökumaður var einn í bílnum og var til öryggis fluttur til aðhlynningar lækna. Bíllinn skemmdist ekki mikið en talið er að hrossið hafi drepist samstundis. Hafði það verið í stóði innan girðingar en einhvern veginn sloppið út.
Hross
fyrir bíl og drapstHROSS drapst á Snæfellsnesi í gærmorgun þegar það lenti fyrir fólksbíl við Haukatungu í Kolbeinsstaðahreppi. Ökumaður var einn í bílnum og var til öryggis fluttur til aðhlynningar lækna.
Bíllinn skemmdist ekki mikið en talið er að hrossið hafi drepist samstundis. Hafði það verið í stóði innan girðingar en einhvern veginn sloppið út. Þurrt var og aðstæður allar góðar en ekki var þó orðið bjart af degi.
Lögreglan í Stykkishólmi var við hraðamælingar í gærdag og sögðu lögreglumenn að ökumenn hefðu undanfarið haft tilhneigingu til að færa upp ökuhraðann, mönnum fyndust aðstæður eins og á sumardegi.