ESB leggur refsi-
toll á norskan lax
FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins ákvað í gær að leggja
13,7% refsitoll á lax frá 29 norskum laxeldisstöðvum. Framkvæmdastjórnin telur stöðvarnar hafa brotið samkomulag frá í september, um að virða lágmarksverð ESB og skila skýrslum um sölu sína.
Refsitollurinn tók gildi strax í gær og gildir í fjóra mánuði. Að sögn norska blaðsins Aftenposten er ákvörðunin nú tekin til að verja hagsmuni laxeldisstöðva innan ESB í jólaverzluninni.
Meirihluti heldur samkomulagið
ESB hætti við að leggja refsitoll á norskan lax í september og gerði samkomulag við samtals 190 laxeldisstöðvar. Mikill meirihluti þeirra hefur haldið samkomulagið, en í því fólst að stöðvarnar virtu lágmarksverð ESB og skiluðu framkvæmdastjórninni ársfjórðungslegri skýrslu um sölutölur.
Laxeldisstöðvarnar 29 fá tækifæri til að skýra mál sitt fyrir framkvæmdastjórninni og er því mögulegt að einhverjar þeirra sleppi við refsitollinn.