EVRÓPUMEISTARAR Dortmund drógust á móti Bayern M¨unchen í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og á Bayern fyrst heimaleik 4. mars. Dortmund tryggði sér einmitt Evrópumeistaratitilinn á ólympíuleikvanginum í M¨unchen en Bayern, sem var Evrópumeistari þrjú ár í röð, 1974 til 1976, hafði betur í viðureign liðanna í þýsku deildinni í Dortmund fyrr í vetur og vann 2:0.
KNATTSPYRNA

Þjóðverja-

slagur

EVRÓPUMEISTARAR Dortmund drógust á móti Bayern M¨unchen í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og á Bayern fyrst heimaleik 4. mars. Dortmund tryggði sér einmitt Evrópumeistaratitilinn á ólympíuleikvanginum í M¨unchen en Bayern, sem var Evrópumeistari þrjú ár í röð, 1974 til 1976, hafði betur í viðureign liðanna í þýsku deildinni í Dortmund fyrr í vetur og vann 2:0. "Þá vorum við með 10 menn meidda og næst verða aðstæður allt aðrar," sagði Christian Hockenjos, framkvæmdastjóri Dortmund, um viðureign liðanna í Meistaradeildinni.

Talsmenn þýsku liðanna voru almennt óánægðir með drátt inn. "Þetta verður mikill viðburður, við á móti Evrópumeisturunum og heimsmeisturum félagsliða en hann kemur á röngum tíma; ég hefði frekar viljað sjá þessi lið í úrslitum," sagði Franz Beckenbauer, forseti Bayern. Giovanni Trapattoni, þjálfari Bayern, tók í sama streng. "Við vildum dragast á móti erlendu liði, þó þau séu öll sterk. Liðin þekkja hvort annað mjög vel og mikil barátta er framundan en við höfum sjálfstraustið sem þarf til að komast áfram." Lothar Matth¨aus, leikmaður Bayern, sagði að Dortmund hefði sýnt á sér aðra hlið í Meistaradeildinni en í þýsku deildinni, þar sem liðið er í 11. sæti. "Ég efast um að margir hjá félögunum séu ánægðir með dráttinn." Mario Basler, samherji hans, var á öðru máli. "Ekki skiptir máli hver næsti mótherji er. Við viljum verða meistarar og til þess verðum við hvort sem er að ryðja Dortmund úr vegi. Því er þetta góður dráttur."

Stefan Reuter, fyrirliði Dortmund, sagði lið sitt ekki óttast mótherjana. "Ekki er mikill ljómi yfir því að mæta þýsku liði en drátturinn þýðir að við eigum möguleika á að spila við erlent lið í næstu umferð." Nevio Scala, þjálfari Dortmund, var á sama máli. "Við verðum að taka þessu. Bayern var ekki versti kosturinn í stöðunni. Ef við ætlum í úrslitin verðum við að geta sigrað hvaða lið sem er."

Manchester United á mikla möguleika á að komast í undanúrslit annað árið í röð en liðið mætir Mónakó og á seinni leikinn heima. "Við eigum mikla möguleika en megum ekki ofmetnast," sagði Alex Ferguson, stjóri United, en Mónakó hefur sigrað í sjö leikjum í röð og er efst í frönsku deildinni. United varð Evrópumeistari bikarhafa 1991 eftir að hafa haft betur á móti franska liðinu Montpellier í átta liða úrslitum.

Juventus, sem varð meistari 1996 og lék til úrslita í fyrra, mætir Dynamo Kiev. "Þetta er ekki draumadrátturinn en við erum tilbúnir að mæta Juventus," sagði Olexiy Semenenko, talsmaður Kiev, sem á seinni leikinn heima 18. mars. "Við höfum þegar sýnt að við óttumst ekki stórliðin í evrópskri knattspyrnu."

Bayer Leverkusen er þriðja þýska liðið í átta liða úrslitum en það tekur á móti Real Madrid 4. mars.

Úrslitaliðin mætast

Schalke sigraði Inter í úrslitum Evrópukeppni félagsliða í fyrra en liðin mætast í átta liða úrslitum að þessu sinni. Inter, sem er efst í ítölsku deildinni, hefur tvisvar orðið meistari í keppninni á líðandi áratug og Giammaria Visconte di Modrone, varaforseti félagsins, sagði að drátturinn væri hvetjandi fyrir liðið. "Aldrei er um hefnd að ræða í íþróttum en samt sem áður er drátturinn góð hvatning fyrir leikmenn okkar."

Frakkar áttu sjö lið í keppninni til að byrja með en Auxerre er eitt eftir og mætir Lazio. Ajax leikur á móti Spartak Moskva en Aston Villa og Atletico Madrid leika um sæti í undanúrslitum 3. og 17. mars.

Eins og planað

Chelsea og Stuttgart hafa verið sigurstranglegust hjá veðbönkum í Evrópukeppni bikarhafa og það breyttist ekki eftir dráttinn enda drógust liðin ekki saman. Stuttgart, sem sló ÍBV úr keppninni, mætir Slavia Prag en Chelsea leikur við Real Betis og verður fyrri leikurinn á Spáni 5. mars. Roda JC Kerkrade og Vicenza drógust saman og Arnar Grétarsson og samherjar í AEK spila við Lokomotiv Moskva.

Reuters DAVID Beckham og félagar hans hjá Man. Utd. eru taldir sigurstranglegir í Meistaradeild Evrópu. Hér fagnar Beckham marki í leik.