VERSLUNIN Blómaval hefur hætt sölu á ákveðinni tegund kerta með áföstum kertastjaka vegna eldhættu sem virðist fylgja þeim. Um þrjú hundruð sex kerta pakkar hafa verið seldir í Blómavali. Bjarni Finnsson, framkvæmdastjóri og eigandi verslunarinnar, biður þá viðskiptavini sem keypt hafa kertin að skila þeim aftur til verslunarinnar og að nota þau alls ekki.
Kerti innkölluð vegna eldhættu

VERSLUNIN Blómaval hefur hætt sölu á ákveðinni tegund kerta með áföstum kertastjaka vegna eldhættu sem virðist fylgja þeim. Um þrjú hundruð sex kerta pakkar hafa verið seldir í Blómavali. Bjarni Finnsson, framkvæmdastjóri og eigandi verslunarinnar, biður þá viðskiptavini sem keypt hafa kertin að skila þeim aftur til verslunarinnar og að nota þau alls ekki.

"Það voru tveir viðskiptavinir sem bentu okkur á þessa hættu, en þeir höfðu orðið fyrir því að kertastjakarnir hitnuðu mjög og sviðnað hafði undan þeim. Við prófuðum þetta sjálfir og komumst að sömu niðurstöðu. Sennilega er það efni í gyllingunni á kertastjakanum sem hitnar svona og við óttumst jafnvel að það gæti kviknað í því. Við viljum því vara fólk við þessum kertum."

Kertin eru lítil, um 4 sm í þvermál, og áfastur er gylltur leirkertastjaki. Kertin voru seld sex saman í pakka og kostuðu 300 krónur.