BÚNAÐARBANKINN hefur ekki óskað eftir úttekt erlends matsfyrirtækis á stöðu sinni en mun hugsanlega gera það á næstunni. Slíkt mat hefur þegar verið unnið fyrir Íslandsbanka og Landsbankann. Sigurjón Þ. Árnason, forstöðumaður hagfræðideildar, segir að málið hafi verið rætt innan bankans með óformlegum hætti.
ÐBúnaðarbankinn ekki í mati

BÚNAÐARBANKINN hefur ekki óskað eftir úttekt erlends matsfyrirtækis á stöðu sinni en mun hugsanlega gera það á næstunni. Slíkt mat hefur þegar verið unnið fyrir Íslandsbanka og Landsbankann.

Sigurjón Þ. Árnason, forstöðumaður hagfræðideildar, segir að málið hafi verið rætt innan bankans með óformlegum hætti. "Ég á frekar von á því að bankinn láti vinna slíkt mat fyrir sig fyrr eða síðar enda telja margir það nauðsynlegt í alþjóðlegum bankaviðskiptum. Breytingar eru fram undan á rekstrarformi bankans og við töldum a.m.k. rétt að bíða þar til þær væru afstaðnar. Ég tel að Búnaðarbankinn kæmi vel út úr slíku mati enda hefur reksturinn ávallt gengið vel og bankinn stendur því styrkum fótum fjárhagslega."